
Undiralda Social
→ Umsjón með samfélagsmiðlum
→ Efnissköpun (textar, myndir, reels, stories)
→ Auglýsingar á Meta og Google Ads
→ Leitarvélabestun
→ Áætlun, skipulag og ráðgjöf
→ Stöðug eftirfylgni, greining & mánaðarlegar skýrslur
Við sköpum áhrif
Samfélagsmiðlar og stafræn markaðssetning er orðin ein mikilvægasta tengingin milli fyrirtækja og viðskiptavina. Það skiptir því máli að röddin, útlitið og sagan sem þú segir sé skýr, stöðug og í takt við markmiðin þín.
Við sjáum um að skapa og birta efni og herferðir sem vekja athygli, byggja upp sterka ímynd og skapa raunverulega tengingu. Með skipulögðum birtingum og sérsniðnum herferðeum tryggjum við að fyrirtækið þitt sé sýnilegt þar sem skiptir máli og að sýnileikinn skili árangri í formi fleiri bókana, viðskipta og sölutækifæra.
Hvort sem það er daglegt flæði eða öflugar auglýsingaherferðir er markmið okkar alltaf hið sama:
að styrkja ímyndina þína og hámarka árangur!
Þjónusta
Samfélagsmiðlaumsjón

Við sjáum um skipulag, áætlanir og daglega umsjón samfélagsmiðla. Með stöðugu flæði, vönduðu efni og skýrri stefnu tryggjum við að rödd fyrirtækisins sé samræmd, lifandi og í takt við markmiðin þín.
Meta auglýsingar

Við nýtum öflugt auglýsingakerfi Meta (Facebook & Instagram) til að ná til réttra markhópa! Rétt uppsettar og vel hannaðar herferðir geta aukið vitund, byggt upp ímynd og skapað ný viðskiptatækifæri.
Google Ads

Með Google Ads birtist fyrirtækið þitt þegar fólk er virkt í leit að vörum eða þjónustu eins og þeirri sem þú býður uppá. Með markvissri miðun, stöðugri bestun og skýrum skilaboðum tryggjum við að fjárfestingin í auglýsingum skili hámarksárangri.
Efnissköpun

Góður árangur byggir á góðu efni. Við búum til texta, myndefni og myndbönd sem endurspegla karakter vörumerkisins og tengja viðskiptavini við fyrirtækið. Efnið er sniðið að miðlunum sem það birtist á og styður bæði við ímynd og árangur.



















